
Frystitogarinn Vigri RE 71 hefur verið í slipp í Reykjavík yfir hátíðarnar og tók Magnús Jónsson þessa mynd af honum prýddum jólaljósum.
Vigri RE 71 var smíðaður fyrir Ögurvík hf. í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1992.
Togarinn, sem er 1.217 brl. að stærð, er 66.96 metra langur og 13 metra breiður búinn 4.079 ha. Wartsiila vél.
Brim hf. keypti Ögurvík hf. í júní 2016 og í fyrra keypti HB Grandi Ögurvík af Brim.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution