Frosti II ÞH 220

1094. Frosti II ÞH 220 ex Jón Sör ÞH 220. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Frosti II ÞH 220 var keyptur frá Húsavík til Grenivíkur vorið 1978 en hann hét Jón Sör ÞH 22 á Húsavík.

Jón Sör sem áður hét Arney KE 50 hafði verið keyptur af Norðurborg hf. til Húsavíkur í ágústmánuði 1977.

Báturinn var smíðaður í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. Hafnarfirði og lauk smíði hans árið 1969 en þá voru sjö ár síðan smíðin hófst.

Báturinn, sem er 132 brl. að stærð, hlaut nafnið Arney SH 2 og var í eigu Eyja hf. í Stykkishólmi. Hann var smíðaður eftir sömu teikningu og (244) Gullberg VE.

Árið 1973 kaupa Óskar Þórhallsson og Dagur Ingimundarson bátinn til Keflavíkur og hann verður Arney KE 50. Norðurborg kaupir hann síðan eins og áður segir 1977 og síðan Frostaútgerðin 1978.

Árið 1983 var báturinn yfirbyggður á Akureyri en 1991 kaupir Rif hf. í Hrísey bátinn og nefnir Eyrúnu EA 155. Eyrún var seld til Noregs árið 1995 eftir að Rif hf. keypti Súlnafellið EA 840 sem þeir nefndu Svan EA 14.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s