Margrét HF 148

1331. Margrét HF 148 ex Margrét SI 48. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Margrét HF 148 hét Árni Gunnlaugs ÍS 32 og var smíðaður fyrir Bolvíkinga árið 1973 í Bátalóni í Hafnarfirði. 

Eigendur Árna Gunnlaugs ÍS 32, sem var 11 brl. að stærð voru Sverrir Sigurðsson og Friðberg Emanúelsson.

Báturnn var seldur til Vestmannaeyja árið 1976 þar sem hann fékk nafnið Kristbjörg Sveinsdóttir VE 70. Ári síðar breyttist það í VE 71. Eigendur Sveinn Hjörleifsson og Hjörleifur Sveinsson.

Til Flateyrar fór báturinn vorið 1978 þegar Leifur Björnsson keypti hann og nefndi Margréti ÍS 48. Í janúar 1983 keyptu Alfreð og Baldur Bóassynir bátinn til Siglufjarðar þar sem hann hét áfram Margrét en nú SI 48.

Í lok sama árs keypti Þorsteinn Svavarsson bátinn til Hafnarfjarðar þar sem hann varð Margrét HF 148 eins og sjá má á myndinni. Útgerðin hét Útvík hf.

Báturinn er sagður kominn í núllflokk á Fiskistofu 2002 og þá skráður eigandi Útgerðarfélag Keflavíkur ehf. frá árinu 2000.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s