
Síldin AK 88 var smíðuð fyrir Guðjón Gíslason í Bátastöðinni Knörr ehf. á Akranesi árið 1987.
Báturinn , sem var rétt innan við 10 brl. að stærð, var einn af mörgum bátum sömu gerðar sem Körr smíðaði á þessum tíma.
Síldin var gerð út frá Akranesi til ársins 2008 en þá var hún seld Siglunesi ehf. og varð Bára SI 10. Báturinn hafði þá verið skutlengdur ásamt fleiri breytingum og mælist 14,88 brúttótonn í dag.
Vorið 2012 var hún seld á Drangsnes þar sem hún fékk nafnið Sigurveig II ST 222 en ári síðar Sigurveig ST 22.
Það nafn ber báturinn í dag og eigandi er ST 2 ehf. á Drangsnesi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution