
Á þessari mynd Hreiðars Olgeirssonar gefur að líta tvö rækjuskip við bryggju á Húsavík.
Þetta eru Júlíus Havsteen ÞH 1 sem var í eigu Höfða hf. á Húsavík og Árni á Bakka ÞH 380 sem Sæblik hf. á Kópaskeri átti og gerði út.
Myndin var líklega tekin vorið 1987 og spurning hvort Árni á Bakka sé ekki nýkominn og verið að útbúa hann til veiða. Hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Kópaskeri vorið 1987.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution