Blængur NK 125

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Ég tók svo margar myndir af Blæng NK 125 á dögunum þar sem hann sigldi til hafnar á Húsavík að það er ekki hægt annað en að birta þær annað slagið.

Annars er það að frétta af Blæng að hann átti að halda í Barentshafið í gær.

Af heimasíðu Síldarvinnslunnar:

Frystitogarinn Blængur NK mun halda til veiða í Barentshafi á morgun. Það mun taka skipið um þrjá og hálfan sólarhring að sigla þangað. Heimasíðan ræddi við Theodór Haraldsson skipstjóra og spurði hvort gert væri ráð fyrir löngum túr.

„Það er gert ráð fyrir 34 daga túr og það þýðir að við verðum komnir heim um 25. nóvember. Ráðgert er að veiða  um 600 tonn og við eigum eftir að sjá hvernig það gengur. Síðustu fréttir herma að ekki sé mikið fiskirí á þessum slóðum akkúrat núna en það getur breyst á skömmum tíma. Auðvitað vona allir að það gangi sem best að veiða og við náum aflanum á skemmri tíma en gert er ráð fyrir. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar en það er allra veðra von á þessum slóðum á þessum árstíma. Annars eru menn bara bjartsýnir og vonandi á þetta eftir að ganga vel,“ segir Theodór.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s