Klakkur við bryggju á Húsavík

1472. Klakkur ÍS 903 ex Ísborg II ÍS 260. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Skuttogarinn Klakkur ÍS 903, sem stundar rækjuveiðar, liggur við Norðurgarðinn á Húsavík og var myndin tekin fyrir stundu.

Tjaldtangi ehf. á Ísafirði er eigandi Klakks sem er með heimahöfn á Flateyri.

Klakkur hét um stuttan tíma Ísborg II ÍS 260 en hét áður Klakkur SK 5, Klakkur SH 510 og Klakkur VE 103. Smíðaður árið 1977 í Gdynia í Póllandi.

Hafliði Óskarsson var á bryggjunni og sagði mér að Klakkur hefði tengingu til Húsavíkur. Hún er sú að Barðinn hf., þá í Kópavogi, samdi um smíði á togaranum sem á smíðatíma fékk nafni Klakkur.

Það nafn mun vera komið frá sexæringnum Klakki sem var fyrsti bátur þeirra Borgarhólsbræðra, Stefáns og Þórs Péturssona, sem síðar stofnuðu Barðann hf. á Húsavík.

En ekki fór það svo að Barðinn tæki við togaranum því á smíðatímanum var hann seldur til Vestmannaeyja.

Í Vísi þann 12. ágúst 1976 mátti lesa eftirfarandi frétt:

Þrír stærstu útgerðaraðilar í Eyjum, Ísfélag Vestmannaeyja, Fiskiðjan og Vinnslustöðin, hafa stofnað hlutafélagið Klakk. Meginmarkmið hins nýja hlutafélags er að kaupa og reka skuttogara sem gerður verður út frá Eyjum. 

Formaður hins nýja félags er Guðmundur Karlsson. Guðmundur sagði í samtali við Vísi í morgun, að þegar reynt var að fá leyfi til skuttogarakaupa erlendis frá á sínum tíma, þá hefðu þessir aðilar ekki fengið tilskilin leyfi yfirvalda.

Nú hefði Klakkur hf. hins vegar yfirtekið kaup Barðans hf. í Kópavogi á skuttogara í Póllandi, og gengi Klakkur algjörlega inn í þann samning sem Barðinn hefði verið búinn að gera, og yfirtæki þá um leið þá aðstoð sem hið opinbera veitti Barðanum hf. 

Guðmundur sagði að hið nýja skip væri væntanlegt til Vestmannaeyja um áramótin, en skipið er um 490 tonn að stærð. 

Nú er aðeins einn skuttogari gerður út frá Eyjum, skuttogarinn Vestmannaey.

Svo mörg voru þau orð en Klakkur var gerður út frá Eyjum til ársins 1993 er hann var seldur til Grundarfjarðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s