Bylgja VE 75 – Myndasyrpa

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessa myndasyrpu af Bylgju VE 75 í gær þegar hún fór, kom og fór aftur frá Grindavík.

Eins og Jón segir:

Hér er Bylgja að fara út fyrr í dag, en hún kom inn til löndunar í Grindavík um síðastliðna helgi. Ástæðan fyrir löngu stoppi var að það var farið að blása undan heddum á aðalvélinni og þörf var á að kippa því í liðinn. Hún snéri nú við skömmu eftir að látið var úr höfn þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og þeir áttu að vera. Því var kippt í liðinn á skömmum tíma og hélt hún úr höfn skömmu síðar.

Bylgjan er hönnuð sem skuttogari með búnað til vinnslu og frystingar á flökum og smíðuð 1992 af Slippstöðinni á Akureyri og er nýsmíði stöðvarinnar númer 70. Smíði skipsins hófst nokkrum árum áður án kaupanda og lá skipið í nokkurn tíma áður en það seldist.Bylgja VE 75 er gerð út af samnendu fyrirtæki sem Matthías Óskarsson stendur að. Vísir hf í Grindavík leigir og gerir Bylgju út um þessar mundir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s