Sigrún Hrönn ÞH 36

2736. Sigrún Hrönn ÞH 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í marsmánuði árið 2008 og sýna línubátinn Sigrúnu Hrönn ÞH 36 koma að landi á Húsavík.

Ein myndanna birtist á mbl.is með eftirfarandi texta:

ÓTÍÐIN fyrir norðan hefur sett strik í reikninginn hjá bátunum þar. En þegar dúrar og menn komast út, hefur fiskiríið verð oft á tíðum mjög gott. Ingólfur Árnason á línubeitningarbátnum Sigrúnu Hrönn kom til dæmis inn til Húsavíkur nýlega með 12 til 13 tonn af fallegum fiski.

Sigrún Hrönn var smíðuð fyrir fyrrnefndan Ingólf og fjölskyldu hjá Trefjum og kom hún í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík 23. júní 2007.

Báturinn var seldur Melnesi ehf. árið 2014 og fékk hann nafnið Sæbliki SH 15 með heimahöfn á Hellissandi.

Hann heitir Sæli BA 333 í dag en hét í millitíðinni Steinunn HF 108.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s