
Grímseyingurinn Bjarni Reykjalín Magnússon brá sér í upp á land í dag þegar hann kom siglandi á Sædísi EA 54 til Húsavíkur.
Þegar erindum lauk var haldið aftur út í eyju og voru þessar myndir teknar þegar Sædís lét úr höfn.
Það vakti athygli í vor og komst í fréttir þegar tveir ungir Grímseyingar keyptu sitt hvorn Sómabátinn og stefndu á strandveiðar. Bjarni var annar þeirra en hinn Ingólfur Bjarni Svafarsson.
Sædís EA 54 hét áður Sandvík GK 73 og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1987. Sandvík var upphaflega ST 20 með heimahöfn í Munaðarnesi í Árneshreppi. Síðan var Sandvík ÍS 707 og GK 707 áður en hún varð GK 73.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Flottar myndir
Líkar viðLíkar við
Takk fyrir það
Líkar viðLíkar við