Geiri Péturs ÞH 344

2285. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sverri Olason TG 730. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997.

Geiri Péturs ÞH 344, sá fjórði í röðinni, var keyptur frá Færeyjum í desember árið 1996 en kom til heimahafnar á Húsavík í janúar 1997.

Þessar myndir sem hér birtast voru teknar vorið 1997 eftir að togarinn hafði verið um tíma á Akureyri þar sem hann var m.a útbúinn til að frysta rækju. Þarna var verið að leggja í´ann heim.

Það var Geiri Péturs ehf. sem átti og gerði Geira Péturs ÞH 344 út en togarinn, sem er 520 brúttótonn að stærð, var smíðaður árið 1989.

Sumarið 2004 keypti Sigurður Ágústsson ehf. í Stykkishólmi Geira Péturs og gaf honum nafnið Kristinn Friðriksson SH 3. Í nóvember sama ár var Kristinn Friðriksson SH 3 seldur til Kanada þar sem hann fékk nafnið Viking Enterprise. Nafn sem hann ber enn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s