Klara Sveinsdóttir SU 50

1638. Klara Sveinsdóttir SU 50 ex Drangavík ST 71. Ljósmynd Börkur Kjartansson.

Hér gefur að líta togskipið Klöru Sveinsdóttur SU 50 við bryggju á Fáskrúðsfirði en þaðan var hún gerð út um nokkura ára skeið. Útgerð Akkur hf. á Fáskrúðsfirði.

Klara Sveinsdóttir sem var 292 tonn var smíðuð í Noregi 1978 og keypt notuð til Patreksfjarðar árið 1982. Þar hét skipið Jón Þórðarson BA 80 og leysti af hólmi samnefndan tappatogara. Í Noregi bar skipið nafnið Stig Björnar.

Í 12. tbl. Ægis 1984 sagði m.a:

10. nóvember 1982 kom fiskiskipiðjón Þórðarson BA 180 ffyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Patreksfjarðar. Skipið, sem áður hét Lyngøybuen, er keypt notað frá Noregi, og er smíðað hjá Kopervik Slip A/S í Kopervik í Noregi árið 1978, og er smíðanúmer 6 hjá stöðinni. Skrokkurinn er smíðaður hjá Mandals Slip og Mek. Verksted.

Áður en skipið kom til landsins voru gerðar á því smávægilegar breytingar og má þar nefna; sett í skipið vökvaknúin skutrennuloka, fiskilúga endurnýjuð og bætt við ýmsum búnaði. Upphaflega var Mustad línuvélasamstæða í skipinu, er það kom til landsins, og var hún notuð lítillega en síðan tekin úr skipinu.

Jón Þórðarson BA var keyptur til landsins af Bjargi h.f. Patreksfirði (framkvæmdastjóri Héðinn Jónsson). Upphaflega var Gísli Kristinsson skipstjóri á skipinu og 1. vélstjóri Ingimar Jóhannessonn.

Jón Þórðarson var 191 brl. að stærð en eftir að skipið var selt útgerð Bjarna Ólafssonar AK 70 sumarið 1985 var það lengt um 10 metra útbúið til úthafsrækjuveiða. Skipið fékk nafnið Akurnesingur AK 71.

Haustið 1988 var Akurnesingur AK 71 seldur Drangavík hf. á Hólmavík og fékk skipið nafnið Drangavík ST 71. Heimahöfn Drangsnes.

Frá Hólmavík fór skipið austur á Fáskrúðsfjörð þar sem það fékk það nafn sem það ber á myndinni. Sennilega var það 1993 en í lok árs 1994 var skipið selt til Ísafjarðar. Eigandi Teisti hf. en að því fyrirtæki stóðu nokkur útgerðarfyrirtæki á Ísafirði.

Klara Sveinsdóttir fór síðar í úreldingu og var seld til Nýja-Sjálands.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s