
Jæja þá er það Geir ÞH 150 aftur en nú er það stjórnborðssíðan á þessu aflaskipi sem fær að njóta sín.
Myndirnar voru teknar þegar báturinn kom að landi á Húsavík fyrir stundu en hann var við dragnótaveiðar á Skjálfanda.
Eins og áður hefur komið fram var báturinn smíðaður fyrir Geir ehf. á Þórshöfn í Ósey í Hafnarfirði árið 2000.
Báturinn er 22 metrar að lengd, 6,99 metra breiður og mælist 115,7 brl./196 brúttótonn að stærð. Aðalvél 643 hestafla Caterpillar.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution