
Togbáturinn Pálína Þórunn GK 49 frá Sandgerði er hér við bryggju á Siglufirði fyrir skömmu.
Pálína Þórunn GK 49 hét áður Steinunn SF 10 en eins og margir vita keypti Nesfiskur hf. hana af Skinney-Þinganesi hf. í fyrra.
Pálína Þórunn GK 49 hét upphaflega Helga RE 49 en Skinney-Þinganes keypti hana árið 2005 og gaf nafnið Steinunn SF 10. Hún var smíðuð í Kína árið 2001 og er um 29 metrar að lengd.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution