
Auðbjörg NS 200 frá Seyðisfirði var smíðuð á Fáskrúðsfirði árið 1963 og er rúmlega 11 brl. að stærð.
Báturinn var smíðaður fyrir Ágúst Sigurjónsson og Guðmund Emilsson á Seyðisfirði en þar var Auðbjörg með heimahöfn alla tíð.
Árið 1975 er Ágúst skráður einn eigandi en síðast var báturinn í eigu Páls Ágústssonar. Auðbjörg NS 200 var gerð út frá Seyðisfirði frá árinu 1963 fram undir aldamótin 2000.
Eftir að báturinn var afskráður var hann fljótlega gefinn Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Ekki til sóma ástandið á Auðbjörginni þegar ég sá hana síðast, er að verða eins og mörg gleymdu gullin sem átti að gera allt fyrir, en það varð bara ekkert úr því.
Líkar viðLíkar við