Svanur KE 90

929. Svanur KE 90 ex Sandvík KE 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Svanur KE 90, sem hér sést koma að landi í Keflavík, var smíðaður í Gilleleje í Danmörku árið 1945 og mældist 38 brl. að stærð. Svanur var keyptur til Íslands árið 1947 og fékk nafnið Muninn II GK 343.

Eigendur hans voru Ólafur, Sveinn og Axel Jónssynir í Sandgerði. 1960 var hann seldur Gísla J. Halldórssyni í Keflavík sem nefndi bátinn Þorstein Gíslason KE 90. 1966 var sett 240 hestafla GM aðalvél í hann og í árslok sama árs kaupir Hraðfrystihús Keflavíkur hf. hann og nefnir Sandvík KE 90.

Í nóvember 1970 fær hann Svansnafnið þegar Ingólfur R. Halldórsson í Keflavík kaupir hann. 1987 er Karl Sigurður Njálsson skráður meðeigandi Ingólfs að bátnum. Ljósfiskur eignaðist bátinn í kringum aldarmótin og nokkrum árum síðan var hann kominn á legudeildina í Njarðvíkurhöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s