Eli Knutsen í slipp á Spáni

IMO 9409261. Eli Knutsen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Efnaflutningaskipið Eli Knutsen er hér í slipp, eða kví, í Teis sem er rétt innan Vigoborgar við Vigoflóann á Spáni.

Eli Knutsen, sem var smíðað árið 2009 í Kína, siglir undir fána Möltu og heimahöfn þess Valletta.

Skipið er 144 metrar að lengd, 24 metra breitt og mælist 11,889 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd