
Hér liggur Magnús SH 11 í Ólafsvíkurhöfn á milli Egils SH 195 og Jökuls SH 15.
Magnús SH 11 hét upphaflega Öðlingur VE 202 og var smíðaður í Danmörku 1957. Hann var 52 brl. að stærð, með 265 hestafla Alpha aðalvél. Eigendur hans voru Þorsteinn Sigurðsson, Gísli Þorsteinsson og Ágúst Matthíasson Vestmannaeyjum.
Í ársbyrjun 1965 er Fiskiðjan hf. í Vestmannaeyjum skráður eigandi bátsins. 1975 er hann endurmældur, mælist þá 51 brl. að stærð. 1973 hafði verið skipt um aðalvél, í stað Alpha kom MWM 420 hestafla. Árið 1975 kaupa Willum P. Andersen og Sveinn Halldórsson Vestmannaeyjum bátinn.
Báturinn var seldur til Bolungarvíkur vorið 1979. Báturinn hét áfram Öðlingur en varð ÍS 99. Kaupendur voru Jakob Ragnarsson, Sveinbjörn Ragnarsson og Arnar S. Ragnarsson. Vorið 1980 fær báturinn nafnið Halldóra Jónsdóttir og er áfram ÍS 99. Heimild Íslensk skip.
Þessu nafni hélt báturinn þangað til að Magnús s/f keypti hann til Ólafsvíkur þar sem báturinn fékk það nafn sem hann ber á myndinni. Fargað og afskráður 1990.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution