Sævík GK 757 kom að landi í Grindavík í dag

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Sævík GK 757 kom til hafnar í Grindavík eftir að hafa róið frá Skagaströnd að undanförnu.

Sævíkin landaði einum 5-6 tonnum en þetta var fyrsta löndun hennar í heimahöfn eftir breytingarnar sem framkvæmdar voru á bátnum í sumar.

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Breytingarnar á bátnum fóru fram í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og fólust m.a í því að hann var lengdur um tvo metra og skipt um vél og gír. Þá var ýmis annar búnaður var endurnýjaður.

Þá fékk Sævíkin græna Vísislitinn í stað þess bláa sem áður var á bátnum sem smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði hjá Seiglu árið 2006 og hét upphaflega Óli Gísla GK 112.

Vísir hf. í Grindavík keypti Sjávarmál ehf. á árinu 2018.

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s