Bergey VE 144 var sjósett í morgun

2964. Bergey VE 144. Ljós­mynd/​SVN/​Kristján Vil­helms­son 2019.

Bergey VE 144, sem nú er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, var sjósett í morgun klukkan átta að íslenskum tíma.

Frá þessu greinir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE sem kom ný til landsins fyrr í þessum mánuði. Skipin eru smíðuð fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum, sem er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar.

Vestmannaey var fyrsta skipið af sjö sömu gerðar sem Vard smíðar fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki. Smíðin á Bergey er á áætlun en gert er ráð fyrir að skipið verði afhent Bergi-Hugin í lok september nk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd