Nýja Vestmannaey VE 54 í prufusiglingu

2954. Vestmannaey VE 54 í reynslusiglingu. Ljósmynd Vard 2019.

Hin nýja Vestmannaey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu hinn 27. júní sl.. 

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir að hinn 5. júlí hafi síðan veiðarfæraprófanir fraið fra en þá var allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu prófaður.

Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, er í Noregi og segir að siglingin og veiðarfæraprófanirnar hafi gengið vel í alla staði og ríki mikil ánægja með skipið. 

Gert er ráð fyrir að Vestmannaey verði afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar, síðar í þessari viku. 

Systurskip Vestmannaeyjar, Bergey, er einnig í smíðum hjá Vard í Aukra og er ráðgert að það verði sjósett í ágústmánuði næstkomandi.

Skipin eru tæplega 29 metrar að lengd og 12 metra breið og há.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd