
Björg SU 3 frá Breiðdalsvík var einn þeirra úthafsrækjubáta sem komu oft til hafnar á Húsavík til að landa eða sækja sér þjónustu netagerðarinna ofl. aðila.
Báturinn er 123 brl./197 brúttótonn að stærð, smíðaður í Svíþjóð 1988 fyrir Gísla V. Einarsson útgerðarmann í Vestmannaeyjum. Báturinn hét upphaflega Björg og bar einkennisstafina VE 5.
Eftir að fyrirtæki Gísla sameinaðist Vinnslustöðinni hf. sumarið 2002 var Björg VE 5 seld austur á Breiðdalsvík þar sem hún varð SU 3.

Björg SU 3 var seld til Grænlands í október 2004 þar sem hún fékk nafnið Kar Lars II og var, og er kannski enn, gerð út á rækju.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution