
Kristján HF 100 er yfirbyggður Cleopatra 46B beitningavélarbátur frá Trefjum sem Útgerðarfélagið Kambur ehf. fékk afhentan sl. sumar.

Báturinn er 14 metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn og leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni. Skipstjórar á bátnum eru Atli Freyr Kjartansson og Sverrir Þór Jónsson. Framkvæmdastjóri Kambs er Hinrik Kristjánsson.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.