
Kolbeinsey ÞH 10 var smíðuð fyrir Höfða hf. á Húsavík í Slippstöðinni á Akureyri.
Kolbeinsey var gefið nafn og hún sjósett þann 7. febrúar 1981. Til heimahafnar kom hún 10. maí sama ár. Kolbeinsey var eins og segir í upphafi fyrst í eigu Höfða hf. því næst í eigu Íshafs hf. þá aftur í eigu Höfða hf. og að lokum í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf.
Kolbeinsey var 430 brúttórúmlestir að stærð og gerð út á Húsavík til haustsins 1997. Þá var hún seld án kvóta til Bolungarvíkur. Kaupandinn var Þorbjörn-Bakki hf. og fékk hún nafnið Hrafnseyri ÍS 10.
1998 heitir hún Guðrún Hlín BA 122 eftir að Háanes hf. á Patreksfirði keypti skipið. Skipin var flaggað út um tíma undir nafninu Helterma en 2004 er hún aftur komin til veiða hér við land og nú aftur undir nafninu Kolbeinsey BA 123 og var í eigu GP-útgerðar ehf. á Patreksfirði.
Árið 2007 er útgerðaraðili Miðvogur ehf. og 2008 er hún komin í núllflokk hjá Fiskistofu. Hún lá um tíma í höfn í Vogey í Færeyjum en endaði í Suður-Afríku þar sem hún fékk nafnið Laverne. Heimahöfn Cape Town.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.