
Enn er leitað í myndir Jóns Steinars Sæmundssonar í Grindavík en nú er það Hraunsvík GK 75 í innsiglingunni til Grindavíkur.
Myndirnar tók Jón Steinar í gær þegar Hraunsvíkin kom að landi eftir að hafa skotist út og lagt netin þrátt fyrir þungan sjó.

Hraunsvík var smíðuð í Svíþjóð 1984. Búið er að lengja hana, breikka, hækka þilfar, skipta um vél og brú síðan. Mælist 25,3 BT. Upphaflega Húni II SF, en síðar Gunnvör ÍS 53 og Konráð SH 60. Útgerð Víkurhraun ehf. í Grindavík.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.