
Línuskipið Anna EA 305 siglir hér inn til Hafnarfjarðar vorið 2016.
Anna EA 305 er gerð út af Útgerðarfélagi Akureyringa ehf. en hún var keypt hingað til lands árið 2013.
Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma Star. Hún er 52. metrar að lengd, 11 metra breið og mælist 1.457 BT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.