Særif SH 25

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Alfons Finnsson 2015.

Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík.

Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið 2012 hjá Trefjum í Hafnarfirði. Eftir að báturinn var lengdur um þrjá metra árið 2013 fékk hann nafnið Hálfdán Einarsson ÍS 128.

2015 er báturinn seldur Melnesi ehf. á Hellisandi og fær nafnið Særif SH 25.

Alfons tók þessa mynd þegar bátur kom til heimahafnar í fyrsta skipti og með því að smella á hana er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd