
Rússneska flutningaskipið Pioner kom til Húsavíkur snemma í morgun með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.
Pioner kom hingað fyrir tæpu ári og þá skrifaði ég:
Skipið var smíðað 1997 og er með heimahöfn í Arkhangelsk. Lengd þess er 103 metrar og breiddin 16 metrar. Skráð 3893 GT að stærð. Hefur áður heitið nöfnunum Aukse, Torm Aukse, Aukse og Blue Spirit.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.