
Hera ÞH 60 er hér að koma til hafnar á Húsavík í aprílmánuði árið 2014 eftir að hafa verið í slipp á Akureyri.
Hera ÞH 60, er 229 brúttótonna stálbátur, smíðaður í Noregi 1962 og hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 frá Ísafirði en lengst af Hafberg GK 377 frá Grindavík.
Hera ÞH 60 var keypt frá Blönduósi árið 2008 en þar hét báturinn Óli Hall HU 14.
Sólberg ehf. á Ísafirði keypti Heru ÞH 60 árið 2016 en þá hafði hún legið vélarvana í Húsavíkurhöfn sl. tvö ár (síðasta löndun í september 2014).
Síðan þá hefur hún legið í Ísafjarðarhöfn eftir að annað skip fyrirtækisins, Ísborg ÍS 250, dró hana vestur.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.