Frosti HF 320

6190. Frosti HF 320. Ljósmynd Alfons Finsson.

Frosti HF 320, eða Sálin eins og Fonsi kallar hann, kemur hér að landi í Ólafsvík.

Frosti HF 320 var smíðaður úr furu og eik af Eyjólfi Einarssyni skipasmíðameistara í Hafnarfirði árið 1981 fyrir Viðar Sæmundsson þar í bæ.

Frosti er 9,35 m. að lengd, breiddin er 2,83 m og mælist hann 7,9 brl. að stærð. Aðavélin er 63 hestafla Volvo Penta frá árinu 1985.

Núverandi eigandi er Hugarró ehf. en að þeirri útgerð stendur Ástgeir Finnsson og er róið frá Ólafsvík. Alfons bróðir Ástgeirs hefur róið töluvert á bátnum og segir hann að alveg listasjóskip með mikla sál.

Hér má lesa smá fróðleik um Frosta HF 320 sem Ríkarður Ríkarðsson tók saman árið 2011.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd