Galti ÞH 320

2385. Galti ÞH 320 ex Eydís HU 236. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Galti ÞH 320 hét upphaflega Guðrún Helga EA 85, Cleópatra 28 smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000.

Galti ÞH 320 var keyptur frá Blönduósi árið 2009 en þar hét báturinn Eydís HU 236. Eydísarnafnið fékk hann þegar Eyfang ehf. í Hrísey keypti Guðrúnu Helgu EA 85 árið 2006.

Það var um mitt ár 2007 sem hann var keyptur á Blönduós af Skarfakletti ehf.

Galti ehf. á Húsavík seldi Hólmsteini Helgasyni ehf. bátinn vorið 2012 og fékk hann nafnið Bryndís ÞH 164.

Útgerðarfélagið Þytur á Sauðárkróki keypti Bryndísi ÞH 164 árið 2014 og hélt hún nafni sínu en er SK 8 í dag.

2385. Galti ÞH 320 ex Eydís HU 236. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Galti ÞH 320 fór í breytingar til Siglufjarðar fyrir grásleppuvertíðina árið 2010 sem fólust m.a í því að byggt var yfir flotkassann á honum sem lengir dekkið á honum talsvert og gefur mun betra vinnupláss. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

1 athugasemd á “Galti ÞH 320

Færðu inn athugasemd