Tjaldur II ÞH 294

1109. Tjaldur II ÞH 294 ex Ásborg BA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Tjaldur II ÞH 294 hét upphaflega Neisti RE 58 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1970.

Seldur í árslok sama ár til Bolungarvíkur en báturinn heitir áfram Neisti en verður ÍS 218. 

Hann var í Bolungarvík fram yfir aldarmót en báturinn var seldur árið 2002 á Patreksfjörð. Þar sem hann fékk nafnið Ásborg BA 84. Báturinn er 15 brl. að stærð búinn 90 hestafla Kelvin aðalvél frá árinum 1993.

Það var árið 2009 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber á myndinni og heimahöfn á Húsavík.

Árið 2015 var Tjaldur II ÞH 294 seldur til Suðureyrar þar sem hann fékk nafnið Saga ÍS 430. Undanfarin ár hefur báturinn verið gerður út frá Reykjavík á sjóstöng með ferðamenn.

1109. Tjaldur II ÞH 294 ex Ásborg BA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd