Arved Fuchs og Brigitte Ellerbrock áamt gestum um borð í Dagmar Aaen. Ljósmynd Hafþór. Þýska skútan Dagmar Aaen hefur haft vetursetu á Húsavík í vetur. Þegar ég var að mynda niður við höfn í gærkveldi komu eigendur hennar, hjónin Arved Fuchs og Brigitte Ellerbrock að skútunni ásamt öðru pari. Þau báðu mig að mynda sig … Halda áfram að lesa Arved Fuchs ofl. um borð í Dagmar Aaen í Húsavíkurhöfn.
Day: 31. desember, 2018
Sæþór EA 101
2705. Sæþór EA 101. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Sæþór EA 101 kemur hér til hafnar á Dalvík í sumar. Sæþór EA 101 er gerður út til netaveiða af G.Ben útgerðarfélagi ehf. á Árskógssandi. Sæþór EA 101 er af gerðinni Víkingur 1500 og var smíðaður hjá bátagerðinni Samtak árið 2006. Með því að smella á myndina er … Halda áfram að lesa Sæþór EA 101
Helgi Héðinsson 90 ára í dag
Helgi Héðinsson um borð í Fram ÞH 62 þann 6. apríl 2018. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Helgi Héðinsson sjómaður á Húsavík er níræður í dag en hann fæddist á Húsavík og hefur átt hér heima alla sína tíð. Helgi hefur stundað sjómennsku frá unga aldri og er enn að, fer með Óðni félaga sínum og frænda … Halda áfram að lesa Helgi Héðinsson 90 ára í dag
Sigurður VE 15
183. Sigurður VE 15 ex Sigurður RE 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sigurður VE 15 er hér að koma að sumarlagi með slatta til löndunar í Krossanesi. Upphaflega Sigurður ÍS 33 og síðar RE 4, smíðaður í Þýskalandi árið 1960 fyrir Ísfell h/f á Flateyri. Þegar Sigurður VE 15 varð 40 ára í september árið 2000 … Halda áfram að lesa Sigurður VE 15



