Siggi Valli og Kalli í Höfða

2376. Siggi Valli ÞH 44 ex Mávur SI 76. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

24. júní árið 2005 fór ég í siglingu út á Skjálfanda þeirra erinda að mynda kajakræðarann Kjartan Jakob Hauksson fyrir Morgunblaðið.

Farið var á Aþenu ÞH 505 og á útleiðinni mættum við tveim línubátum á landleið og smellti ég nokkrum myndum af þeim.

Þetta voru Siggi Valli ÞH 44 og Kalli í Höfða ÞH 234. Báðir Cleópatra 28 frá Trefjum í Hafnarfirði. Og báðir nefndir eftir feðrum eigenda.

Olgeir Sigurðsson gerði Sigga Valla út en hann hét áður Mávur SI 76, smíðaður árið 1999. Seldur til Færeyja árið 2008.

Aðalsteinn Pétur Karlsson gerði Kalla í Höfða út en hann fékk hann nýjan í septembermánuði árið 2000.

Árið 2009 kaupir Sæmundur Ólason í Grímsey bátinn og nefnir hann Steina í Höfða EA 37 en Steini lést sumarið áður.

Báturinn heitir Arnþór EA 37 í dag en G.Ben útgerðarfélag ehf. keypti hann árið 2015.

2434. Kalli í Höfða ÞH 234. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s