Röst SK 17

1009. Röst SK 17 ex Kristbjörg ÞH 44 . Ljósmynd Christian Schmidt 2012.

Christian Schmidt leiðsögumaður hjá Norðursiglingu tók þessa flottu mynd af Röst SK 17 á Skjálfanda um árið.

Þetta var nánar tiltekið í byrjun septembermánaðar 2012 og pabbi og Christian í hvalaskoðun á einum báta Norðursiglingar. Kannaðist sá gamli við bátinn enda skipstjóri á honum í 5-6 ár þegar þeir Korramenn áttu hann. Og Kristján myndaði sem sagt Röstina og sendi mér þær myndir og hér er ein þeirra.

Röst SK 17, hét áður Kristbjörg ÞH 44, hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966. 

Sóley ÍS 225 hét síðar Sóley ÁR 50, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og að lokum Röst SK 17 en hún fór í niðurrif í Belgíu árið 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd