Björg Jónsdóttir ÞH 321

2618. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Birkeland. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Í nóvembermánuði 2004 kom ný Björg Jónsdóttir ÞH 321 til heimahafnar á Húsavík. Útgerðarfélagið Langanes ehf. festi kaup á skipinu  í Noregi en það kom frá Póllandi þar sem það hafði verið í breytingum.

Breytingarnar fólust m.a í því að í því að sett var ný brú á skipið og skipt um aðal­vél. Niður fór Ber­gen Diesel sem er  4080 hest­öfl. Þá voru sett ný tog­spil og lest­um breytt.

Á mbl.is sagði m.a þann 25. nóvember  en þá kom skipið heim: „Björg Jóns­dótt­ir var smíðuð í Flekk­efjord í Nor­egi 1975 og er rúm­ir 70 metr­ar að lengd og 12 metra breitt og er stærsta skip til þessa í hús­víska fiski­skipa­flot­an­um. Í skip­inu er frysti- og flök­un­ar­búnaður fyr­ir upp­sjáv­ar­fisk og er frystigeta þess um 80 tonn af afurðum á sóla­hring. Skipið ber um 900 tonn í 6 RWS tönk­um og 400 tonn af fryst­um afurðum. Heim­sigl­ing­in frá Póllandi tók fimm sóla­hringa“. 

Útgerðarfélagið Langanes ehf. var selt Skinney-Þinganesi hf. í ágústmánuði 2006 og fékk Björg Jónsdóttir ÞH 321 nafnið Krossey SF 20 í kjölfarið. Síðar varð Krossey að Jónu Eðvalds SF 200 en það nafn ber skipið í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd