
Einum þeirra strandveiðibáta sem ég myndaði í morgun stýrði Húsvíkingur sem lengi réri með pabba á Kristbjörgu ÞH 44.
Hermundur Svansson heitir hann og eftir að hann komst á aldur og hættur á stærri bátunum fékk hann sér trilluhorn og nefndi hana Herborgu.
Á henni rær hann til strandveiða og þrátt fyrir að hafa ekki náð skammtinum í dag var stutt í brosið þegar hann sá til mín og auðsótt mál að fá að mynda hann.
Að sögn Hermundar fékkst lítið eftir að það tók að kalda í morgun og lítið annað að gera en hafa sig í land.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution