
Strandveiðibáturinn Tjúlla GK 29 kemur hér að landi í Sandgerði en myndirnar voru teknar í gærmorgun.
Upphaflega hét báturinn Grunnvíkingur HF 163 og var smíðaður hjá Sólplasti í Sandgerði árið 2003. Heimahöfn Hafnarfjörður.
Hann hefur heiti Tjúlla GK 29 frá árinu 2015, fyrst með heimahöfn í Garði en frá árinu 2018 í Sandgerði.
Tjúlla GK 29, sem er 10,66 BT að stærð, er gerð út af Gotta ehf.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution