Keilir SI 145

1420. Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Keilir SI 145 frá Siglufirði kom til Húsavíkur þann 27. september árið 2004 og tók ég þessar myndir þá.

Ekki er ég alveg viss um erindið en minnir að það hafi nú aðallega verið að ná í Hödda vin minn (Hörð Harðarson) sem fór í aflesingatúr með þeim.

En amk. kom hann, fór svo aðeins út fyrir höfnina og upp að aftur og ég náði þessu öllu saman á kortið.

Fyrir áhugasama þá er Höddi á öllum myndunum, þarna framan við fiskmóttökuna.

Upphaflega hét báturinn Kristbjörg ÞH 44, síðar Kristey ÞH 25, Atlanúpur ÞH 270, Keilir GK 145, Keilir SI 145 en heitir Örkin í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s