
Kristey ÞH 25 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en hún hefur verið á dragnótaveiðum þegar myndirnar voru teknar.
Báturinn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44.
Báturinn var seldur Höfða h/f á Húsavík 1992 og fékk þá þetta nafn, Kristey ÞH 25.
1997 var Kristey ÞH 25 seld Jökli h/f á Raufarhöfn þar sem báturinn fékk nafnið Atlanúpur ÞH 270 og var gerður út á rækju.
Árið 1998 var Atlanúpur seldur Árnesi h/f í Þorlákshöfn og fékk hann nafnið Keilir GK 145.
Árið 2000 kaupir Siglfirðingur h/f bátinn sem heldur Keilisnafninu en verður SI 145
Báturinn er upp í slipp hér á Húsavík en í vetur hefur verið unnið að því að gera hann upp sem skemmtibát.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution