Markus GR-6-84 á toginu

IMO: 9826706. Markus GR-6-84. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2022.

Hér koma sjóðheitar myndir sem Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók í kvöld og sýnir grænlenska rækjutogaranum Markus GR-6-84.

Þarna er hann að veiðum við A-Grænland og eins og sjá má í blíðskaparveðri. Reyndar fyrsti dagurinn í yfirstandandi veiðferð hjá Reval Viking sem það er logn og íslaust. En Eiríkur sagði það ekki standa lengi því það spái brælu út vikuna.

Markus er einn sá glæsilegasti segir Eiríkur en togarinn var smíðaður hjá Freire skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni. og afhentur árið 2019. Systurskip hans er Polar Nattoralik GR-6-49 sem er í eigu Polar Seafood A/S en togararnir voru hannaðir af af Rolls-Royce.

Þeir eru 80,6 metrar að lengd, 17,3 metrar að lengd og mælast 4,719 GT að stærð.

Markus GR-6-84 er í eigu Qajaq Trawl A/S og er með heimahöfn í Nuuk.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s