
Norðursigling hóf á dögunum hvalaskoðunarvertíðina þetta árið og á þessari mynd sést Náttfari koma til hafnar í dag. Svona líka nýskveraður og fínn.
Samkvæmt Fésbókarsíðu NS hefur vertíðin farið vel af stað og hnúfubakar sést í öllu ferðum til þessa.
Náttfari hefur siglt með ferðamenn á hvalaslóðir Skjálfanda um árabil en þetta er 23. árið sem báturinn er gerður út til hvalaskoðunar af Norðursiglingu.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution