Smábátar taka olíu fyrir næsta róður. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021 Á þessari mynd má sjá tvo strandveiðibáta taka olíu á Húsavík í dag og í bakgrunni eru hvalaskoðunarbátar ásamt skonnortum. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher … Halda áfram að lesa Olía tekin fyrir næsta róður
Month: júní 2021
Náttfari í slipp
93. Náttfari HF 185 ex Særún ÁR 4000. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér gefur að líta Náttfara HF 185 í Drafnarslippnum í Hafnarfirði og hægra megin við hann er Eyrún ÁR 66 frá Þorlákshöfn. Vinstra megin glittir svo í Hástein ÁR 8 frá Stokkseyri. Upphaflega hét báturinn Helgi Flóventsson ÞH 77, smíðaður fyrir Svan h/f á … Halda áfram að lesa Náttfari í slipp
Jóhannes Ívar KE 85
963. Jóhannes Ívar KE 85 ex Jónína ÍS 93. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Jóhannes Ívar KE 85 hét upphaflega Ágúst Guðmundsson II GK 94 og var smíðaður í Danmörku árið 1963. Hann var 82 brl. að stærð en endurmældur síðar og mældist þá 75 brúttórúmlestir. Eigendur voru Magnús, Ragnar og Guðmundur Ágústssynir en í lok árs … Halda áfram að lesa Jóhannes Ívar KE 85
Wilson North kom í morgun
IMO 9430947. Wilson North. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Wilson North kom til hafnar á Húsavík á níunda tímanum í morgun og lagðist að Bökugarðinum. Skipið, sem er 123 metrar á lengd og 16 metra breitt, kom með trjáboli til PCC á Bakka. Það mælist 6,118 GT að stærð. Wilson North var smíðað árið 2010 … Halda áfram að lesa Wilson North kom í morgun
Helga II RE 373
1903. Helga II RE 373. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Helga II RE 373 var smíðuð í Ulsteinvik í Noregi árið 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík og kom í stað eldra skips með sama nafni. Nóta- og togveiðiskipið Helga II var 794 brl. að stærð, mesta lengd þess 51,62 metrar og breiddin 12,50 metrar. Samherji hf. … Halda áfram að lesa Helga II RE 373
Nivenskoyen landaði í Hafnarfirði
IMO 8843018. Nivenskoye K 1966. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021. Rússneski togarinn Nivenskoyen kom til Hafnarfjarðar í fyrradag með um 1500 tonna afla sem skipað var yfir í flutningaskip. Togarinn, sem var smíðaður árið 1991, er 104 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 4,407 GT að stærð. Heimahöfn Nivenskoye er Kalinigrad sem er rússnesk borg … Halda áfram að lesa Nivenskoyen landaði í Hafnarfirði
Sylvía
1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Þessi mynd var tekin á Húsavík um kaffileytið í dag þegar hvalaskoðunarbáturinn Sylvía kom að landi. Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Sylvía
Bjargey ÞH 278
2786. Bjargey ÞH 278 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014. Bjargey ÞH 278 hét upphaflega Mars EA 542 og síðar Tumi EA 84. Báturinn var smíðaður hjá Seiglu árið 2010 og var með heimahöfn á Hjalteyri fyrstu tvö árin. Árið 2012 er hann seldur á Árskógssand þar sem bátruinn fékk nafnið Tumi EA … Halda áfram að lesa Bjargey ÞH 278
Wilson Saga kom til Húsavíkur í morgun
IMO 8918461. Wilson Saga ex Borealnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Wilson Saga kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum þar sen nú er verið að skipa upp hráefnisfarmi fyrir kísliver PCC á Bakka. Wilson Saga var smíðað árið 1998 og siglir undir fána Kýpur með heimahöfn í Limasol. Skipið er 113 metra … Halda áfram að lesa Wilson Saga kom til Húsavíkur í morgun
Haddi Möggu BA 153
6337. Haddi Möggu BA 153 ex Geiri ÓF 51. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Haddi Möggu BA 153 hét upphaflega Vigdís RE 149 og var smíðaður 1978 hjá Flugfiski hf. í Vogum á Vatnsleysuströnd. Síðar bar hann nöfnin Steinunn EA 155, og Kári EA 63 heimahöfn Hrísey. Því næst Geiri ÓF 51 með heimahöfn á Ólafsfirði. … Halda áfram að lesa Haddi Möggu BA 153









