
Jóhannes Ívar KE 85 hét upphaflega Ágúst Guðmundsson II GK 94 og var smíðaður í Danmörku árið 1963. Hann var 82 brl. að stærð en endurmældur síðar og mældist þá 75 brúttórúmlestir.
Eigendur voru Magnús, Ragnar og Guðmundur Ágústssynir en í lok árs 1974 varð hlutafélagið Valdimar til. Heimahöfn bátsins var í Vogum til ársins 1980 en þá var hann seldur Jóni Eðvaldssyni hf. í Sandgerði og fékk nafnið Sigurjón GK 49.
Árið 1986 var báturinn seldur Útveri hf. á Bakkafirði og fékk hann nafnið Ver NS 400. Það nafn bar hann til ársins 1988, þá um haustið var hann seldur til Flateyrar og fékk nafnið Jónína ÍS 93. Eigandi Brimnes hf. á Flateyri.
Það var svo haustið 1991 sem Ísnes hf. í Keflavík keypti bátinn og fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Jóhannes Ívar KE 85.
Samkvæmt vef Fiskistofu fékk báturinn nafnið Júlíus ÁR 111 í nóvember árið 1993. Eigandi Hólmar Víðir Gunnarsson.
Afskráður af skipaskrá á tímabilinu 1. des 1994-31. mars 1995.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution