
Bjargey ÞH 278 hét upphaflega Mars EA 542 og síðar Tumi EA 84. Báturinn var smíðaður hjá Seiglu árið 2010 og var með heimahöfn á Hjalteyri fyrstu tvö árin.
Árið 2012 er hann seldur á Árskógssand þar sem bátruinn fékk nafnið Tumi EA 84. Það var svo árið 2013 sem GPG Seafood eignast bátinn og nefnir Bjargey ÞH 278 með heimahöfn á Raufarhöfn.
Haustið 2015 er Agustson ehf. eigandi bátsins en snemma árs fær hann nafnið Haukaberg SH 20 og heimahöfn Grundarfjörður. Þaðan fór báturinn á Skagaströnd sumarið 2019 og fékk núverandi nafn, Hrund HU 15, eigandi Stefán Sveinsson.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution