
Helga II RE 373 var smíðuð í Ulsteinvik í Noregi árið 1988 fyrir Ingimund hf. í Reykjavík og kom í stað eldra skips með sama nafni.
Nóta- og togveiðiskipið Helga II var 794 brl. að stærð, mesta lengd þess 51,62 metrar og breiddin 12,50 metrar.
Samherji hf. keypti Helgu II sumarið 1995 og fékk hún nafnið Þorsteinn EA 810.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution