Heimaey VE 1 að loðnuveiðum við Grindavík

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Jón Steinar flaug drónanum sínum á haf út í dag til að mynda loðnuskipið Heimaey VE 1 þar sem hún var að veiðum rétt vestan Grindavíkur.

Jón Steinar hefur eftir Ólafi Einarssyni skipstjóra á Heimaey að það hafi verið ágætis kropp hjá þeim. Þeir voru þarna að klára að dæla úr fjórða og síðasta kastinu í þessum túr, en í þessu kasti voru um 250 tonn.

Sagði Ólafur að þeir væru þá komnir með einhver 800 tonn af fallegri loðnu sem færi í frystingu. Menn eru ekkert í því þessa dagana að eltast við fullfermið, heldur að taka passlega skammta fyrir vinnsluna til að hámarka gæði og verðmæti þar sem að útgefinn kvóti er ekki nema rétt öðru megin á hund“. Segir á síðunni Báta- og bryggjurölt sem Jón Steinar heldur úti á Facebook.

Heimaey VE 1 var smíðuð fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í Chile og afhent árið 2012. Hún er 71 metrar að lengd og 14 metrar á breidd, mælist 2,263 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s