Gissur ÁR 6 kom til landsins fyrir 50 árum

1143. Gissur ÁR 6 ex Torjo. Ljósmynd úr safni Jóns Baldurssonar.

Gissur ÁR 6 kom til heimahafnar í fyrsta skipti í febrúarmánuði árið 1971 en Baldur Karlsson í Þorlákshöfn keypti hann þá frá Noregi.

Í Morgunblaðinu sagði svo frá 19. febrúar en fréttin var skrifuð þann 18:

Nýr bátur kom til Þorlákshafnar í gær. Heitir hann Gissur ÁR-6, 116 tonn að stærð. Hann er smíðaður árið 1966 og keyptur hingað til lands frá Noregi. Eigandi og skipstjóri er Baldur Karlsson. Báturinn mun fara strax á sjó og smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á honum.

Gissur ÁR 6 hét áður Torjo og var smíðaður árið 1966 í Langsten Slip í Romsdal, Tomrefjord í Noregi. Ljósavík hf. í Þorlákshöfn var skráður eigandi að bátnum árið 1978 og 1982 var hann lengdur, mældist eftir það 138 brl. að stærð.

Einnig hafði verið skipt um brú eins og sést á myndinni hér að neðan sem Hreiðar Olgeirsson tók árið 1982.

1143. Gissur ÁR 6 ex Torjo. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Tangi hf. á Vopnafirði keypti Gissur ÁR 6 haustið 1985 og gaf honum nafnið Lýtingur NS 250.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s