Hardhaus á Þórshöfn

IMO 9263526. Hardhaus H-120-AV ex Harengus. Ljósmynd Líney Sigurðardóttir 2021.

Líney Sigurðardóttir á Þórshöfn tók þessar myndir í gærmorgun þegar norska loðnuskipið Hardhaus kom þangað með 470 af loðnu til frystingar.

Eins og kunnugt er hefur Ísfélag Vestmannaeyja hf. keypt skipið sem mun fá nafnið Álsey VE 2.

Fram kemur í frétt Líneyjar í Morgunblaðinu að eftir löndun væri planið að sigla til Eskifjarðar þar sem nótin fer í geymslu. Þaðan verður haldið til Vestmannaeyja þar sem skipið verður afhent á mánudag.

Skipið sem smíðað var árið 2003 útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s