
Jón Kjartansson SU 111 er hér á loðnumiðunum sunnan við land en myndina tók Börkur Kjartansson vélstjóri á Víkingi AK 100.
Jón Kjartansson SU 111 hét áður Charisma LK 362 og var með heimahöfn í Leirvík á Hjaltlandseyjum. Hann var smíðaður í Flekkefjørd í Noregi árið 2003.
Eskja keypti skipið, sem er 2424 BT að stærð árið 2017.
Jón Kjartansson SU 111 er tæplega 71 metra langur, 14,5 metrar að breidd og ber 2.200 tonn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution